Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Liverpool hóf titilvörnina á sigri
Mynd: EPA
Hugo Ekitike skoraði í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni
Hugo Ekitike skoraði í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni
Mynd: EPA
Antoine Semenyo sá um markaskorun Bournemouth
Antoine Semenyo sá um markaskorun Bournemouth
Mynd: EPA
Liverpool 4 - 2 Bournemouth
1-0 Hugo Ekitike ('37 )
2-0 Cody Gakpo ('49 )
2-1 Antoine Semenyo ('64 )
2-2 Antoine Semenyo ('76 )
3-2 Federico Chiesa ('88 )
4-2 Mohamed Salah ('90 )

Englandsmeistarar Liverpool hófu titilvörnina á ótrúlega dramatískum sigri gegn Bournemouth í opnunarleik úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur í byrjun þar sem bæði lið fengu upplögð tækifæri til að skora.

Eftir tæplega stundafjórðung kom upp umdeilt atvik þar sem Marcos Senesi, varnarmaður Bournemouth, virtist slá boltann þegar Hugo Ekitike virtist vera sleppa í gegn en ekkert var dæmt.

Ekitike fékk annað tækifæri. Alexis Mac Allister átti sendingu á hann og Ekitike fór af stað í átt að teignum. Boltinn fór af Senesi og aftur á Ekitike sem var sloppinn í gegn og skoraði framhjá Djordje Petrovic í marki Bournemouth.

Fyrsta mark Ekitike fyrir Liverpool í sínum fyrsta deildarleik á Anfield.

Snemma í seinni hálfleik tvöfaldaði Liverpool forystuna þegar Cody Gakpo skoraði eftir sendingu frá Ekitike.

Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, varð fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanns en hann var sóttur af lögreglunni stuttu síðar.

Semenyo var í stuði í seinni hálfleik því hann minnkaði muninn eftir rúmlega klukkutíma leik.

Stuttu síðar bætti hann við öðru marki og jafnaði metin eftir frábært einstaklingsframtak. Mohamed Salah átti misheppnaða sendingu á Dominik Szoboszlai og Semenyo komst upp allan völlinn og skoraði.

Federico Chiesa fékk ekki mörg tækifæri á síðustu leiktíð. Hann kom inn á sem varamaður í kvöld og lét til sín taka stuttu síðar. Hann náði frákastinu eftir harða sókn Liverpool að marki Bournemouth og negldi boltanum í netið af stuttu færi og kom Liverpool aftur yfir.

Í uppbótatíma innsiglaði Mohamed Salah sigur Liverpool eftir sofandahátt í vörn Bournemouth. Salah hefur skorað í fyrstu umferð á hverju einasta tímabili sem leikmaður Liverpool.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
2 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Bournemouth 1 0 0 1 2 4 -2 0
Athugasemdir
banner