
„Þetta er alveg frábært, gæti ekki verið betra," sagði Jóhann Laxdal, bakvörður Stjörnunnar, eftir að liðið varð bikarmeistari á Laugardalsvelli í kvöld. Stjarnan hafði betur gegn nágrönnum sínum í Breiðablik í vítaspyrnukeppni.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 1 Breiðablik
Þessu bikarmeistaratitli verður vel fagnað.
„Að sjálfsögðu fögnum við þessu en það eru þrír leikir eftir í deildinni. Við erum enn í bardaganum um Íslandsmeistaratitilinn," sagði Jóhann en Stjarnan er einu stigi á eftir toppliði Vals þegar þrjár umferðir eru eftir í Pepsi-deildinni.
Leikurinn endaði markalaus en Stjarnan hafði betur í vítaspyrnukeppni.
„Við fengum færi til að klára þetta. Mörg lið hefðu klikkað á ögurstundu, en við gerðum það ekki, við gefumst ekki upp, það er liðsheildin í þessu liði."
Jóhann meiddist í upphafi tímabils og fór þá til KFG á láni í 3. deildinni. KFG komst upp í 2. deild fyrr í dag.
„Ég spilaði einn leik með þeim í sumar. Ég fór upp um deild og varð bikarmeistari í dag. Frábær dagur."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir