Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 15. september 2020 14:15
Magnús Már Einarsson
„Topp fimm félagaskipti hjá íslenskum leikmanni í sögunni"
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er huge dæmi. Þetta eru topp fimm félagaskipti íslensk leikmanns frá upphafi," sagði Jóhann Skúli Jónsson í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn á Fótbolta.net í dag.

Jóhann Skúli ræddi þar um Rúnar Alex Rúnarsson, markvörð Dijon, sem er sagður á leið til Arsenal.

Líklegt þykir að Arsenal kaupi Rúnar Alex í vikunni og hann verði varamarkvörður liðsins eftir að Emiliano Martinez fór til Aston Villa.

„Það er geggjað fyrir hann að fá þessi skipti. Þó að hann hafi ekki verið mikill Wenger maður á sínum tíma þá er þetta snilld fyrir hann og íslenska landsliðið."

Andri Geir Gunnarsson sagði: „Ef Rúnar Alex er að fá fimm ára samning hjá Arsenal þá er það geggjaður samningur. Þó að hann myndi ekki spila leik í deildinni í fimm ár þá er hann drulluglaður."

Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn en umræðan um Rúnar Alex hefst eftir rúmar 34 mínútur.
Enski boltinn - Heldur uppgangur Manchester United áfram?
Athugasemdir
banner
banner
banner