Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. september 2021 22:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Þetta er liðið sem við fengum úr fjórða styrkleikaflokki
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var glaður eftir 3-2 sigur gegn AC Milan í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

„Við byrjuðum ótrúlega vel. Við spiluðum mjög, mjög góðan leik. Það var mikil orka í okkur, en við gerðum líka vel fótboltalega," sagði Klopp eftir leik.

Leikurinn var frábær skemmtun. Einhvern veginn tókst Liverpool að vera undir í hálfleik, þrátt fyrir yfirburði inn á vellinum. Enska stórliðið kom svo til baka í seinni hálfleik.

„Við hættum að gera hlutina einfalda og héldum ekki skipulagi, bæði sóknarlega og varnarlega. Þegar svæðin verða of stór, þá getur Fabinho ekki einu sinni leyst vandamálið. Þeir spiluðu á milli okkar og skoruðu tvö mörk. En við höfðum alltaf trú á því að við gætum komið til baka."

„Við urðum að spila aftur eins og við byrjuðum leikinn. Við skoruðum frábær mörk, en á tíu mínútum breytti AC Milan næstum því leiknum alveg."

„Þetta er liðið sem við fengum úr fjórða styrkleikaflokki. AC Milan! Þetta er erfiður riðill og þess vegna er mjög mikilvægt að vinna þennan leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner