Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 15. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Alan Pardew tekur við Aris í Grikklandi (Staðfest)
Enski stjórinn Alan Pardew er kominn með nýtt starf en hann gerði í gær eins árs samning við gríska úrvalsdeildarfélagið Aris.

Pardew er 61 árs gamall og er einn reyndasti þjálfari Bretlandseyja en hann hefur stýrt liðum á borð við West Ham, Newcastle, Charlton, Crystal Palace og Southampton.

Síðustu ár hefur hann söðlað um Evrópu. Hann tók við ADO den Haag í desember 2019 og stýrði liðinu út apríl áður en hann lét af störfum.

Pardew var ráðinn sem fótboltaráðgjafi hjá búlgarska félaginu CSKA Sofia fyrir tveimur árum en tók síðan við þjálfun liðsins eftir að Stoycho Mladenov var rekinn. Hann var þar í tvo mánuði áður en hann sagði af sér eftir að stuðningsmenn köstuðu bönunum í átt að svörtum leikmönnum liðsins.

Hann er nú mættur aftur í þjálfun. Pardew skrifaði undir eins árs samning við gríska úrvalsdeildarfélagið Aris í gær.

Aris er í 6. sæti grísku deildarinnar eftir fyrstu fjóra leikina. Andre Gray, Gervinho og Juan Iturbe eru meðal leikmanna liðsins.
Athugasemdir
banner