De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Callum Wilson áfram fyrir norðan
Mynd: EPA
Newcastle tilkynnti í morgun að Callum Wilson hefði skrifað undir eins árs framlengingu við Newcastle og er nú samningsbundinn fram á sumarið 2025. Hann verður því áfram í norðvesturhluta Englands næstu árin.

Wilson er markahæsti leikmaður liðsins undfarin þrjú tímabil en hlutverkið hefur aðeins verið takmarkað eftir komu Alexander Isak.

Wilson er 31 árs enskur framherji sem kom frá Bournemouth árið 2020.

Hann hefur skorað 40 mörk í 79 deildarleikjum fyrir Newcastle en hafði tímabilin fimm á undan skorað 41 mark með Bournemouth í deildinni.

Wilson á að baki níu A-landsleiki og í þeim hefur hann skorað tvö mörk. Hann hefur skorað tvö mörk í fyrstu fjórum leikjum Newcastle á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner