Moussa Diaby er dýrasti leikmaður í sögu Aston Villa en hann gekk til liðs við félagið frá Leverkusen fyrir rúmlega 50 milljónir punda í sumar.
Þessi 24 ára gamli leikmaður hefur skorað tvö mörk í fjórum leikjum fyrir félagið.
Hann er með háleit markmið fyrir tímabilið og vill spila til úrslita á öllum vígstöðum.
„Við verðum að taka þetta skref fyrir skref. Ég vonast til að skora og leggja upp meira. Ég vil spila til úrslita í öllum keppnum, Sambandsdeildinni, Enska bikarnum, deildabikarnum og enda í topp fimm í úrvalsdeildinni," sagði Diaby.
Aston Villa fær Crystal Palace í heimsókn á Villa Park á morgun í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir