
Dregið verður í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í dag. Valur er í pottinum.
Fjórtán lið eru í pottinum en Valur er í neðri styrkleikaflokknum og getur aðeins mætt liðum úr efri styrkleikaflokknum.
Liðin úr efri styrkleikaflokknum eru sett í eina skál og liðin úr neðri styrkleikaflokknum eru settar í aðra skál. Eitt lið úr hvorri skál er sett í þriðju skálina. Það lið sem er dregið fyrst fær heimaleik í fyrri leiknum.
Fyrri leikurinn fer fram 10. eða 11. október og síðari leikurinn fer fram 18. eða 19. október.
Efri styrkleikaflokkurinn
SK Slavia Praha (Tékkland)
FC Rosengård (Svíþjóð)
SKN St. Pölten Frauen (Austurríki)
Glasgow City FC (Skotland)
SL Benfica (Portúgal)
FC Zürich (Sviss)
AS Roma (Italía)
Neðri styrkleikaflokkurinn
AFC Ajax (Holland)
ŽFK Spartak Subotica (Serbía)
FC Vorskla (Úkraína)
Apollon Ladies FC (Kýpur)
Valur (Ísland)
AS FC Universitatea Olimpia Cluj (Rúmenía)
SK Brann (Noregur)
Sjá einnig:
Pétur vill fá Glasgow City í Meistaradeildinni - „Eigum eftir að hefna fyrir tapið"