Nígeríski framherjinn Emmanuel Dennis er genginn í raðir Istanbul Basaksehir á láni frá Nottingham Forest.
Dennis var ekki í 25-manna leikmannahópi Forest í ensku úrvalsdeildinni en sá hópur var tilkynntur á dögunum.
Nígeríski landsliðsmaðurinn valdi það því að fara til Tyrklands og gerði hann eins árs lánssamning við Istanbul Basaksehir.
Margir leikmenn úr úrvalsdeildinni hafa samið við félög í Tyrklandi á síðustu dögum en liðsfélagi Dennis í Forest, Jonjo Shelvey, samdi einmitt við RIzespor á eins árs lánssamningi.
Alex-Oxlade Chamberlain og Wilfried Zaha fóru einnig til Tyrklands en Chamberlain samdi við Besiktas á meðan Zaha fór til Galatasaray.
Good luck for the rest of the season, Emmanuel ????
— Nottingham Forest (@NFFC) September 15, 2023
Athugasemdir