Abde Ezzalzouli gekk til liðs við Betis frá Barcelona í sumar en hann var ekki ánægður hjá spænska stórliðinu.
Abde kom inn á sem varamaður í fyrstu tveimur leikjunum á tímabilinu hjá Barcelona og var ónotaður varamaður í þeim þriðja áður en hann var seldur.
Hann var ósáttur með spiltímann og fannst félagið hafa svikið sig.
„Þeir vildu að ég yrði áfram en svo spilaði ég ekki í fyrstu þremur leikjunum á tímabilinu. Það var ljóst að ég vildi spila svo ég ákvað að fara," sagði Abde.
Athugasemdir