De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 12:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís nýr fyrirliði Bayern München
Kvenaboltinn
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru að berast stór tíðindi frá Þýskalandi því Glódís Perla Viggósdóttir er nýr fyrirliði hjá stórveldinu Bayern München.

Bayern var að gefa frá sér tilkynningu þess efnis að Glódís muni skipa fyrirliðahóp með Sarah Zadrazil og Georgia Stanway. Glódís verður með bandið inn á vellinum.

„Það er auðvitað mikill heiður að vera fyrirliði liðsins inn á vellinum. Ég er mjög ánægð með það. Við erum með marga leiðtoga inn á vellinum og mér finnst það mikilvægt. Ég veit að fyrirliðabandinu fylgir mikilli ábyrgð og ég mun gera mitt allra besta," segir Glódís.

Alexander Straus, þjálfari Bayern, segir að Glódís hafi verið frábær á síðasta tímabili og hún muni vonandi fylgja því eftir.

Glódís, sem er einnig fyrirliði íslenska landsliðsins, var einn af bestu varnarmönnum þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð er Bayern varð meistari. Hún kom til Bayern frá Rosengård sumarið 2021.
Athugasemdir
banner
banner