Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München og íslenska landsliðsins, er með hæstu einkunn af Íslendingunum í tölvuleiknum EA FC 24.
Á síðasta ári fékk Glódís Perla 81 í einkunn en hún hækkar um tvo í nýja leiknum og er því með 83.
Hún er hæst allra Íslendinga en næst á eftir henni kemur Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, með 82. Sveindís er með 92 af 99 mögulegum í hraða og gæti því verið afar góður kostur í draumalið margra.
Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni þar sem kvenmenn eru hluti af Ultimate Team, þar sem spilarar safna saman uppáhalds leikmönnum sínum og búa til sitt draumalið.
Dagný Brynjarsdóttir er með 79, Sara Björk Gunnarsdóttir með 78 og svo kemur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir með 77.
Sverrir Ingi Ingason er hæstur hjá körlunum með 76 í einkunn en þeir Albert Guðmundsson og Hörður Björgvin Magnússon koma næstir með 74 og eru því með svokallað silfurkort í leiknum.
Gylfi Þór Sigurðsson, sem samdi við Lyngby á dögunum, er ekki kominn með kort þar sem hann samdi seint við danska félagið, en hann getur komið sér inn í leikinn ef hann fær sérstakt kort t.d. ef hann er valinn í lið vikunnar. Ef það gerist ekki verður hann kynntur á næstu mánuðum.
Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Arnór Sigurðsson eru allir með 73.
Smelltu hér til að sjá einkunnir hjá öllum Íslendingunum
Einkunnir hjá konunum:
Glódís Perla Viggósdóttir (Bayern München) - 83
Sveindís Jane Jónsdóttir (Wolfsburg) - 82
Dagný Brynjarsdóttir (West Ham) - 79
Sara Björk Gunnarsdóttir (Juventus) 78
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Leverkusen) - 77
Cloe Lacasse (Arsenal) - 76
María Þórisdóttir (Brighton) - 76
Svava Rós Guðmundsdóttir (Gotham) - 74
Guðrún Arnardóttir (Rosengård) - 74
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (PSG) - 72
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Bayern München) - 72
Einkunnir hjá körlunum:
Sverrir Ingi Ingason (Midtjylland) - 76
Albert Guðmundsson (Genoa) - 74
Hörður Björgvin Magnússon (Panathinaikos) - 74
Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) - 73
Rúnar Alex Rúnarsson (Cardiff) - 73
Arnór Sigurðsson (Blackburn Rovers) - 73
Jón Dagur Þorsteinsson (Leuven) - 71
Hákon Arnar Haraldsson (Lille) - 70
Guðlaugur Victor Pálsson (Eupen) - 70
Mikael Neville Anderson (AGF) - 70
Alfons Sampsted (Twente) - 70
Alfreð Finnbogason (Eupen) - 69
Arnór Ingvi Traustason (Norrköping) - 69
Patrik Sigurður Gunnarsson (Viking) - 68
Willum Þór Willumsson (Go Ahead Eagles) - 68
Hjörtur Hermannsson (Pisa) - 68
Leikurinn kemur út þann 29. september næstkomandi.
Athugasemdir