De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane: Fann það á mér að við myndum fá enskt lið

Harry Kane hefur byrjað tímabilið vel í treyju Bayern Munchen en hann hefur skorað þrjú mörk í jafnmörgum leikjum í þýsku deildinni.


Þessi þrítugi Englendingur gekk til liðs við félagið frá Tottenham í sumar en hann hefur áður sagt frá því að það sé allt öðruvísi pressa að spila fyrir Bayern.

Hann komst í úrslit Meistaradeildarinnar með Tottenham árið 2019 þar sem liðið tapaði fyrir Liverpool í úrslitum. Bayern mætir FC Kaupmannahöfn, Galatasaray og Manchester United í riðlakeppninni í ár.

Kane er spenntur að mæta ensku liði í keppninni.

„Meistaradeildin er ekki byrjuð en við ætlum að vinna hana. Það er öðruvísi pressa og ég finn að það hjálpar mér að verða betri á stærsta sviðinu," sagði Kane.

„Ég fann það á mér að við myndum fá enskt lið. Að fara inn í Meistaradeildina sem eitt af sigurstranglegustu liðunum er allt öðruvísi en að fara inn í hana og vonast til að komast upp úr riðlinum."


Athugasemdir
banner
banner
banner