De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Ertu að grínast? Ertu strax farinn að spyrja út í janúar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þú gerir það samt áfram. Ertu að grínast? Það er vika frá því að glugginn lokaði og þú spyrð út í janúargluggann?" spurði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á fréttamannafundi í dag.

Komið var inn á framtíð Mo Salah hjá félaginu, að það væri hægt að hætta ræða hana í bilinu, en hann var sterklega orðaður við Sádi-Arabíu undir lok félagaskiptagluggans og hafnaði Liverpool risatilboði þaðan.

„Þú getur ekki beðið! Ég hef engar áhyggjur, var ekkert að hugsa um það fyrr en þú opnaðir á þetta núna," sagði Klopp.

Liverpool á leik gegn Wolves í hádeginu á morgun. Liðið verður án Trent Alexander-Arnold í leiknum vegna meiðsla. Thiago Alcantara er byrjaður að hlaupa aftur og Ibrahima Konate hefur æft síðustu tvo daga með liðinu.

Ryan Gravenberch, miðjumaðurinn sem Liverpool fékk frá Bayern á lokadegi gluggans, gæti spilað á morgun. Hann ákvað að gefa ekki kosta á sér í landsliðsverkefnið til að koma sér fyrir í Liverpool.

„Við sjáum til með hann. Hann æfði hér og er búinn að ganga frá öllu; við eigum leiki á þriggja daga fresti núna, hann er búinn að skipuleggja allt og það hagnast honum. Ég skil að hollenska sambandið var ekki ánægt, en strákurinn vill spila fótbolta."

„Hann nýtti hléið í að laga marga hluti sem menn gera venjulega í flýti."



Athugasemdir
banner
banner