De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe skoraði tvö í fyrsta tapi tímabilsins
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe skoraði tvö mörk fyrir Paris Saint-Germain sem tapaði óvænt fyrir Nice, 3-2, á Parc des Princes í París í kvöld.

PSG hafði unnið tvo og gert tvö jafntefli í fyrstu fjórum deildarleikjunum, en í kvöld kom fyrsta tapið.

Terem Moffi skoraði tvívegis fyrir Nice og var þeirra langbesti maður á meðan Mbappe reyndi að halda PSG inn í leiknum.

Hann minnkaði muninn í 3-2 þegar þrjár mínútur voru eftir en lengra komust PSG-menn ekki.

Slæmt tap hjá frönsku meisturunum sem eru aðeins með 8 stig eftir fimm leiki.

Ethan Mbappe, bróðir Kylian, var á varamannabekknum hjá PSG, en þarf þó að bíða eitthvað lengur eftir að fá að spila með bróður sínum.
Athugasemdir
banner
banner