De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 21:13
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu eitt furðulegasta mark ársins - „Þið getið ekki stöðvað okkur“
Kvenaboltinn
Romée Leuchter, leikmaður kvennaliðs Ajax, skoraði eitt furðulegasta mark ársins í hollensku úrvalsdeildinni í 3-1 sigri liðsins á Excelsior í dag.

Leuchter átti stórkostlegan leik og skoraði öll þrjú mörk Ajax en það var þriðja og síðasta markið sem mun fá heimsathygli og er að ná miklu flugi á Twitter.

Leikmaðurinn tók aukaspyrnu sem hafnaði í þverslá og upp í loftið en markvörður Excelsior taldi að boltinn væri á leið aftur fyrir endamörk. Svo var aldeilis ekki.

Boltinn skoppaði aftur niður og inn í markið. Markvörðurinn var það viss um að hann væri farinn aftur fyrir að hún sótti nýjan bolta til að taka markspyrnu.

„Þið getið ekki stöðvað okkur,“ skrifaði Ajax síðan við færsluna með markinu, en það má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner