Kylian Mbappe, framherji Paris Saint-Germain, skoraði laglegt mark í 3-2 tapinu gegn Nice í frönsku deildinni í kvöld.
Mbappe var líflegastur í liði PSG og skoraði bæði mörk liðsins en það dugði ekki til.
Annað mark hans var fallegt en Randal Kolo-Muani kom með fyrirgjöf inn í teiginn á Mbappe sem tók teygði fótinn hátt upp, sparkaði boltanum í grasið og yfir markvörð Nice.
Hægt er að sjá þetta laglega mark hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hér
Mbappe er með sjö mörk í fjórum leikjum með PSG á þessu tímabili.
Athugasemdir