Enska úrvalsdeildarfélagið Everton er að fá nýja eigendur eftir að Farhad Moshiri samþykkti að selja 94 prósent hlut sinn í félaginu.
Það er samkomulag í höfn um að hann muni selja selja stóran hluta sinn til bandaríska fjárfestingafyrirtækisins 777 Partners.
Það er samkomulag í höfn um að hann muni selja selja stóran hluta sinn til bandaríska fjárfestingafyrirtækisins 777 Partners.
Það er búist við því að það verði gengið alveg frá sölunni undir lok ársins. Þegar gengið verður frá sölunni þá þýðir það að helmingurinn af 20 úrvalsdeildarfélögum Englands verða í eigu Bandaríkjamanna.
Salan bindur enda á umdeilda eigandatíð Moshiri sem fyrst fjárfesti í félaginu 2016.
Lið Everton er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu.
Everton hefur verið í vandræðum innan og utan vallar og hefur tvö síðustu tímabil með naumindum náð að bjarga sér frá falli. Í mars tilkynnti félagið um taprekstur fimmta árið í röð.
Athugasemdir