
Eftir helgi hefst verkefni hjá kvennalandsliðinu. Liðið spilar heima gegn Wales og úti gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni.
Fanney Inga Birkisdóttir er nýliði í hópnum en hún er markvörður Íslandsmeistara Vals. Hún var til viðtals í gærkvöldi.
Fanney Inga Birkisdóttir er nýliði í hópnum en hún er markvörður Íslandsmeistara Vals. Hún var til viðtals í gærkvöldi.
„Fyrsta A-landsliðsverkefnið, mjög spennandi. Ég hlakka til að kynnast stelpunum þar," sagði Fanney við Fótbolta.net í gær.
„Það var ótrúlega gaman að fá kallið, ég fór í smá sjokk á hótelinu í Albaníu. Við vorum með svo lélegt netsamband að ég sá það ekki fyrr en korteri seinna og fékk skilaboð frá pabba. Það var mjög gaman."
„Ég talaði fyrst við pabba, svo fór ég upp á herbergi og talaði við Bryndísi og Siggu. Ég er mjög stolt, mjög gaman," sagði Fanney, sem er átján ára, að lokum.
Athugasemdir