De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 15. september 2023 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úrslitastund í 2. og 3. deild á morgun - Svona er staðan
ÍR leiðir kapphlaupið fyrir lokaumferðina.
ÍR leiðir kapphlaupið fyrir lokaumferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Nikulásson, þjálfari KFA.
Mikael Nikulásson, þjálfari KFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kormákur/Hvöt er í öðru sæti í 3. deild fyrir lokaumferðina.
Kormákur/Hvöt er í öðru sæti í 3. deild fyrir lokaumferðina.
Mynd: Aðdáendasíða Kormáks
Á morgun fara fram síðustu leikirnir í 2. deild karla og í 3. deild karla. Það ríkir svo sannarlega spenna í loftinu þegar lokaumferðin í báðum deildum verður spiluð.

Í raun tvö lið að berjast um að fara upp
Í 2. deild karla eru tæknilega séð fjögur lið sem geta farið upp en það eru í raun bara tvö lið að berjast um þetta. Það er afar hæpið að Þróttur Vogum eða Víkingur Ólafsvík fari upp þar sem þessi tvö lið eru þremur stigum á eftir liðunum fyrir ofan og með mun slakari markatölu.

LIðin tvö fyrir ofan eru ÍR og KFA. Þessi lið mættust í síðustu umferð og þá vann ÍR magnaðan endurkomusigur. Þess vegna er ÍR með málin í sínum höndum fyrir lokaumferðina.

Klukkan 14:00 verður lokaumferðin spiluð í heild sinni en þá spilar ÍR við Hött/Hugin á útivelli. Það verður alls ekki auðveldur leikur fyrir ÍR-inga sem eru með 38 stig og +22 í markatölu. KFA er í öðru sæti með 38 stig og +17 í markatölu.

KFA fær á morgun lið Sindra í heimsókn, en Sindramenn eru fallnir úr deildinni. KFA þarf að vinna þann leik eins stórt og þeir geta, og treysta á að Höttur/Huginn stríði ÍR.

Dalvík/Reynir er búið að tryggja sér sæti í Lengjudeildinni og hefur tryggt sér sigur í deildinni.

2. deild karla
12:00 Haukar-KF (Ásvellir)
13:30 Völsungur-Dalvík/Reynir (PCC völlurinn Húsavík)
14:00 Höttur/Huginn-ÍR (Vilhjálmsvöllur)
14:00 KFA-Sindri (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 KFG-Þróttur V. (Samsungvöllurinn)

Kormákur/Hvöt eða Árbær?
Í 3. deild er Reynir Sandgerði búið að tryggja sér sigur í deildinni og leika þeir í 2. deild næsta sumar. Þeir spila hins vegar mikilvægan leik í lokaumferðinni þar sem þeir mæta Árbæ á heimavelli sínum. Þann leik þarf Árbær að vinna til þess að eiga möguleika á því að fara upp um deild.

Árbær er að berjast við Kormák/Hvöt um að komast upp úr deildinni en staðan er þannig fyrir lokaumferðina að Kormákur/Hvöt er með þriggja stiga forystu og aðeins betri markatölu. Þeir fá heimaleik gegn Augnabliki í síðustu umferðinni og nægir þar jafntefli. Augnablik ætlar að reyna að skemma veisluna.

Það er líka spenna á hinum enda töflunnar þar sem ÍH er í fallsæti fyrir lokaumferðina, með þremur stigum minna en KFS. ÍH mun sækja Hvíta riddarann heim á morgun á meðan KFS fær Víði Garði í heimsókn. Ýmir er nú þegar fallið úr deildinni.

3. deild karla
14:00 Reynir S.-Árbær (Brons völlurinn)
14:00 Elliði-Ýmir (Würth völlurinn)
14:00 KFS-Víðir (Týsvöllur)
14:00 Hvíti riddarinn-ÍH (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 Kormákur/Hvöt-Augnablik (Blönduósvöllur)

Sjá einnig:
Spenna í fimm af sex leikjum lokaumferðar Lengjudeildarinnar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner