Jamal Musiala, einn skemmtilegasti og besti leikmaður heims í dag, hafnaði samningstilboði frá Bayern Munchen. Frá þessu greinir Daily Mirror.
Musiala er á samning hjá þýska stórveldinu til ársins 2026. Hann er 21 árs gamall og er talinn vera einn besti leikmaður í heimsboltanum.
Þýski framherjinn er sagður vilja fá 300 þúsund pund á viku en samningstilboð Bayern hljómaði ekki svo gott. Man City eru tilbúnir að taka hann og bjóða honum samninginn sem hann vill nema Bayern opni veskið og nái að halda honum.
Musiala er búinn að spila þrjá deildarleiki með Bayern á þessu tímabili og er með tvö mörk.
Hann spilaði alla leiki Þýskalands á Evrópumótinu í sumar, 5 talsins, og skoraði þar þrjú mörk. Líkt og kom fram hér áður er Man City fremst í röðinni.