Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 15. október 2020 10:53
Elvar Geir Magnússon
Fyrsta æfing Partey með Arsenal í dag - Spilar hann á laugardag?
Ganverjinn Thomas Partey mun taka þátt í sinni fyrstu liðsæfingu með Arsenal í dag en hann gekk í raðir félagsins frá Atletico Madrid. Partey var keyptur á 45 milljónir punda.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vildi ekki gefa það upp á fréttamannafundi í dag hvort Partey myndi spila gegn Manchester City á laugardaginn.

„Hann vill spila en við verðum að sjá til. Við sjáum leikmenn sem aðlagast mjög fljótt og svo aðra þar sem hlutirnir taka lengri tíma," segir Arteta.

„Ég finn fyrir spennunni sem er fyrir komu hans. Stuðningsmennirnir eru mjög ánægðir og öll viðbrögð hafa verið mjög jákvæðir. Sami andi er í liðinu og starfsliðinu Við höfum verið hrifnir af honum lengi."

Thomas Partey átti tvær stoðsendingar í 5-1 sigri Gana gegn Katar í þessari viku.

Arsenal heimsækir Manchester City eftir að hafa unnið þrjá af fjórum leikjum sínum.

„Ég hef fulla trú á því sem við erum að gera. Það er of snemmt að segja hvar við verðum í lok tímabils. Margt þarf að gerast og við sem lið þurfum að taka miklum framförum. Við erum ánægðir með styrkingarnar í glugganum og við þurfum að bæta okkur í hverri viku," segir Arteta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner