Diogo Jota átti frábæran leik þegar Portúgal vann Svíþjóð í Þjóðadeildinni. Portúgalska liðið lék án stærstu stjörnu sinnar, Cristiano Ronaldo, og skein stjarna Jota skært í fjarveru Ronaldo.
Jota skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-0 sigri. Jota var valinn besti leikmaður 4. umferðar riðlakeppninnar í Þjóðadeildinni út frá tölfræði WhoScored.com
Seinna mark Jota minnti á Arjen Robben og hans leikstíl. Robben lék yfirleitt á hægri vængnum og fór inn á völlinn til að geta skotið með vinstri fætinum. Jota var úti vinstra megin, keyrði inn á teiginn og skaut svo með hægri fæti í nærhornið.
Hér að neðan má sjá myndband af tilþrifum Jota í gær.
Diogo Jota vs Sweden pic.twitter.com/M7lyHFrzMb
— LFC Comps (@LFCComps) October 14, 2020
Athugasemdir