Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 15. nóvember 2019 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Man City hefur áhuga á Evans og Soyuncu
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er að íhuga það að fá Caglar Soyuncu eða Jonny Evans frá Leicester City en það er Sky Sports sem greinir frá.

Man City hefur verið í vandræðum með miðvarðarstöðuna en Aymeric Laporte, sem hefur spilað lykilhlutverk þar, verður frá fram næstu mánuði. Þá fór Vincent Kompany frá liðinu í sumar og samdi við Anderlecht í Belgíu.

Guardiola hefur sagt að hann ætli ekki að kaupa miðvörð í janúar en félagið hefur þurft að spila Fernandinho í vörninni og virðist þörf á því að fá inn varnarmann

Samkvæmt Sky Sports er Man City að íhuga það að fá inn Jonny Evans eða Caglar Soyuncu frá Leicester sem hefur byrjað tímabilið af krafti og situr í 2. sæti.

Man City reyndi að fá Evans árið 2017 frá WBA en félagið hafnaði öllum tilboðunum áður en hann samdi svo við Leicester ári síðar á 3,5 milljónir punda.
Athugasemdir
banner