Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 15. nóvember 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
VAR ekki breytt á Englandi - Dómarar eiga helst ekki að fara í skjáinn
Mynd: Getty Images
Engar stórvægilegar breytingar verða gerðar á framkvæmd VAR í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Þetta varð niðurstaðan eftir rúmlega fjögurra klukktíma fund á félögum í ensku úrvalsdeildinni í gær.

VAR kerfið hefur fengið talsverða gagnrýni á Englandi en Mike Riley, yfirmaður dómaramála, hélt tæplega tveggja tíma ræðu á fundinum í gær þar sem hann fór yfir stöðuna.

Fyrir tímabilið fengu dómarar á Englandi þau tilmæli að þeir ættu helst ekki að fara sjálfir og skoða atvik í skjá á hliðarlínunni. Þess í stað sjá dómarar í VAR herberginu um að taka ákvarðanir.

Enginn dómari hefur notað skjá á hliðarlínunni hinga til og þrátt fyrir sögusagnir um að því yrði breytt þá verða ekki gerðar breytingar á tilmælum til dómara á þessu tímabili. Talið er að það minnki trúverðuleika deildarinnar að gera stórar breytingar á miðju timabili.

Dómarar eiga því helst ekki að fara í skjáinn á hliðarlínunni en fyrir tímabilið sagðist enska úrvalsdeildin vonast til þess að dómarar myndi í mesta lagi fara þrisvar í skjáinn á öllu tímabilinu.

Á fundi Riley í gær kom hins vegar fram að reynt verði að hraða VAR ferlinu í leikjum og að áhorfendur á vellinum sjálfum fái betri upplýsingar um hvaða atvik er verið að skoða.
Athugasemdir
banner
banner