Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. nóvember 2020 11:15
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið U21: Kolbeinn Finns byrjar - Ísak á bekknum
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Birgir Finnsson byrjar.
Kolbeinn Birgir Finnsson byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landslið karla á úrslitaleik á Írlandi í dag þar sem toppbaráttan er hörð. Leikurinn hefst klukkan 12:30. Ísland og Írland eru partur af gríðarlega jöfnum undanriðli en Ítalir sitja á toppinum sem stendur eftir sigur á Íslandi á fimmtudaginn.

Ekkert dugar nema sigur gegn Írlandi. Írar eru með 16 stig eftir 8 umferðir, Ísland er með 15 stig. Svíar eru einnig með 15 stig og eiga eftir að spila við Ítali.

Möguleiki er að komast á EM með því að enda í öðru sæti.

Staðan í riðlinum:
1. Ítalía - 19 stig 19-4
2. Írland - 16 stig 12-5
3. Svíþjóð - 15 stig 27-8
4. Ísland - 15 stig 14-11
5. Armenía - 3 stig 4-27
6. Lúxemborg - 3 stig 2-23

Leikir dagsins:
12:30 Írland U21 - Ísland U21
16:30 Lúxemborg U21 - Ítalía U21

Ein breyting er á byrjunarliði Íslands frá tapinu nauma gegn Ítalóu. Bolbeinn Birgir Finnsson kemur inn fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson.

Ísak byrjar á bekknum en eftir leikinn heldur hann til Englands og verður í A-landsliðshópnum sem mætir Englandi í Þjóðadeildinni á miðvikudaginn.

Það sama gildir um Svein Aron Guðjohnsen sem er í byrjunarliðinu.

Byrjunarlið Ísland:
13. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
4. Róbert Orri Þorkelsson
6. Alex Þór Hauksson
8. Andri Fannar Baldursson
11. Jón Dagur Þorsteinsson
16. Hörður Ingi Gunnarsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen
18. Willum Þór Willumsson
20. Kolbeinn Birgir Finnsson
23. Ari Leifsson

(Varamenn: Elías Rafn Ólafsson (m), Valgeir Lunddal, Ísak Ólafsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Brynjólfur Willumsson, Valdimar Þór Ingimundarson, Bjarki Steinn Bjarkason, Þórir Jóhann Helgason, Kolbeinn Þórðarson)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner