Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. nóvember 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þrír frá Brighton í landsliðshópi Ekvador
Moises Caicedo
Moises Caicedo
Mynd: EPA

Ekvador tilkynnti landsliðshópinn í gær sem fer á HM í Katar sem hefst þann 20. nóvember. Þá eru allir hóparnir komnir á hreint.


Þrír leikmenn frá Brighton eru í hópnum en það eru Pervis Estupinan, Moises Caicedo, einn mest spennandi leikmaður heims í dag og Jeremy Sarmiento en þessi tvítugi miðjumaður hefur komið við sögu í tveimur leikjum í deildinni á þessari leiktíð.

Enner Valencia fyrrum leikmaður West Ham og Everton leiðir línuna.

Byron Castillo var sakaður um að spila ólöglegur í undankeppninni í Suður Ameríku fyrir hönd Ekvador en hann er ekki í hópnum sem fer á HM.

Markmenn: Alexander Dominguez (Liga de Quito), Hernan Galindez (Aucas), Moises Ramirez (Independiente del Valle).

Varnarmenn: Pervis Estupinan (Brighton & Hove Albion), Angelo Preciado (Gent), Piero Hincapie (Bayer Leverkusen), Xavier Arreaga (Seattle Sounders), Diego Palacios (Los Angeles FC), Jackson Porozo (Troyes), Robert Arboleda (Sao Paulo), Felix Torres (Santos Laguna), William Pacho (Royal Antwerp FC).

Miðjumenn: Moises Caicedo (Brighton), Jose Cifuentes (Los Angeles FC), Alan Franco (Talleres), Jhegson Mendez (Los Angeles FC), Carlos Gruezo (Augsburg), Gonzalo Plata (Valladolid), Angel Mena (Leon), Ayrton Preciado (Santos Laguna), Romario Ibarra (Pachuca), Jeremy Sarmiento (Brighton)

Framherjar: Enner Valencia (Fenerbahce), Michael Estrada (Cruz Azul), Djorkaeff Reasco (Newell's Old Boys), Kevin Rodriguez (Imbabura SC).


Athugasemdir
banner
banner
banner