Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er ekkert að spila en hann er að öllum líkindum að fara á láni frá Al Arabi til annars liðs í Katar. Hann er ekki einn af fimm erlendum leikmönnum sem félagið skráði fyrir tímabilið og þarf því að leita annað til að spila.
Aron er með íslenska landsliðinu sem er að fara að mæta Slóvakíu og Portúgal en segist ekki vita hversu mikið hann er að fara að spila í komandi leikjum. Þó leikformið sé ekki mikið þá sé hann í fínu standi.
Aron er með íslenska landsliðinu sem er að fara að mæta Slóvakíu og Portúgal en segist ekki vita hversu mikið hann er að fara að spila í komandi leikjum. Þó leikformið sé ekki mikið þá sé hann í fínu standi.
„Standið er fínt. Vonandi kemur eitthvað í ljós varðandi sjálfan mig eftir landsleikjagluggann. Ég má fara á lán þar sem ég hef ekki spilað neinar mínútur en það þarf þá að vera hjá liði sem vanta útlending. Það eru þreyfingar í gangi þar og gæti verið að ég fari í annað lið þegar ég kem heim," segir Aron en það er kvóti á fjölda útlendinga í hverju liði í Katar.
Aron segir að þessi mál hafi verið komin í fulla vinnslu áður en hann kom til móts við landsliðið.
„Ég bað þá um að bíða aðeins með það þangað til ég væri búinn hérna. Þegar ég kem aftur út ætlum við að skoða það."
Annað kvöld leikur Ísland gegn Slóvakíu í Bratislava en liðið fer þangað með rútu frá Vínarborg í dag og æfir á keppnisvellinum síðdegis.
„Það yrði gott fyrir mig, komast í leikform og vera klár í marsverkefnið. Ég veit ekki hvað ég kem til með að spila mikið í þessu verkefni en ég er að æfa og það kemur í ljós hvernig þjálfarinn vill stilla þessu upp."
Athugasemdir