Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. desember 2020 20:14
Ívan Guðjón Baldursson
Amanda Andradóttir sögð eftirsótt af stórliðum
Mynd: Nordsjælland
Orri Rafn Sigurðarson, íþórttalýsandi hjá Viaplay, hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að hin bráðefnilega Amanda Jacobsen Andradóttir sé með tilboð á borðinu frá stórliðum í Noregi og Þýskalandi.

Amanda er aðeins 16 ára gömul og spilar fyrir Farum BK í efstu deild danska kvennaboltans. Farum er kvennalið FC Nordsjælland.

Amanda, sem á 17 ára afmæli á föstudaginn, skoraði eitt mark í átta deildarleikjum á nýliðinni leiktíð en bundið var enda á hana snemma vegna Covid faraldursins.

Farum endaði um miðja deild, með 15 stig úr 12 leikjum.

Amanda hefur verið lykilmaður í U16 og U17 landsliðum Íslands. Þar hefur hún gert 10 mörk í 12 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner