fim 15. desember 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eigum að fara með kassann úti og setja stefnuna á að komast áfram"
Ísland fagnar marki.
Ísland fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var dregið í riðla fyrir undankeppni EM fyrir nokkrum vikum síðan. Ísland er í riðli með Portúgal, Bosníu, Slóvakíu, Lúxemborg og Liechtenstein.

Arnór Sigurðsson var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag þar sem hann var spurður út í þennan riðil og undankeppnina sem hefst á næsta ári.

„Mér líst mjög vel á þennan riðil. Við eigum að fara með kassann úti og setja stefnuna á að komast áfram," segir Arnór. Markmiðið er að komast aftur inn á stórmót en liðið hefur núna misst af tveimur stórmótum í röð.

„Maður fær fiðring við það að horfa á HM, hvað þetta er stórt og skemmtilegt. Sumir í liðinu hafa prófað að fara á stórmót en við ungum höfum ekki gert það. Markmiðið okkar er að fara með liðið þangað. Við sem lið þurfum að hafa trú á þessu. Við vitum að það eru hellings gæði í þessu liði. Það voru miklar breytingar á stuttum tíma. Mér finnst við hafa stigið upp á þessu ári. Við þurfum að taka það með okkur."

„Það skiptir máli að við finnum fyrir stuðningi. Þetta hefur ekki verið eins og það var áður, en við viljum komast aftur þangað þar sem liðið var. Það skapar stemningu. Fólkið kemur með okkur þegar við förum að sýna betri frammistöðu og ná í betri úrslit," segir Arnór en undankeppnin hefst á næsta ári. Hægt er að hlusta á allt spjallið í spilaranum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - HM með smassbræðrum, Arnór og ÓMK
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner