Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 16. janúar 2022 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmaður KA með 13 rétta og vann 18 milljónir
Mynd: 1X2
Glúrinn tippari frá Akureyri var með þrettán rétta á enska getraunaseðlinum í gær.

Tipparinn, sem er stuðningsmaður KA, keypti miðann í appinu og var með alla þrettán leikina rétta.

Hann vann tæpar 18 milljónir en þetta er stærsti vinningur fyrir miða sem keyptur hefur verið í getraunaappinu.

Tipparinn tvítryggði sjö leiki og var með einn þrítryggðan en hann var þá með eitt merki á fimm leikjum. Alls kostað miðinn 5.760 krónur.
Athugasemdir
banner