Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   mán 16. janúar 2023 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Anna Björk um landsliðið: Skrítið að nýta ekki þann glugga betur
Icelandair
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru margir leikmenn sem spila úti sem höfum verið inn og út úr hóp. Þetta hefði verið fullkominn tími fyrir okkur til að fá smá tækifæri'
Það eru margir leikmenn sem spila úti sem höfum verið inn og út úr hóp. Þetta hefði verið fullkominn tími fyrir okkur til að fá smá tækifæri'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Björk Kristjánsdóttir, miðvörður Inter á Ítalíu, var síðast valin í landsliðshóp í mars árið 2021.

Það var fyrsti landsliðshópurinn sem Þorsteinn Halldórsson, núverandi landsliðsþjálfari, valdi - fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Ítalíu.

Síðan þá hefur miðvörðurinn ekki fengið tækifæri og viðurkennir hún að það sé auðvitað svekkjandi.

„Auðvitað hefur það verið svekkjandi. Maður vill alltaf vera í landsliðinu, það er mikið stolt sem fylgir því," segir Anna Björk í samtali við Fótbolta.net.

„Ég hef ekki verið valin í einhvern tíma núna. Ég var í fyrsta verkefninu hjá Steina. Það er aðallega svekkjandi að hafa ekki fengið fleiri tækifæri hjá honum. Ég veit að ég er alltaf inn í myndinni en hvar ég stend veit ég ekki nákvæmlega. Ég einbeiti mér að mér sjálfri og félagsliði mínu. Mér finnst ég vera að spila vel í góðu liði og ég er í góðu standi. Ég ræð ekki hvernig hópurinn er þannig að ég geri bara mitt og Steini gerir sitt."

„Það er mikil samkeppni í minni stöðu og þetta er hausverkur Steina. Maður verður að gera sitt besta þannig að þetta verði að enn meiri hausverk. Ef maður er valin þá er það alltaf mikil viðurkenning. Maður heldur áfram með sitt."

Skrítið að nýta ekki þann glugga betur
Í nóvember var valinn æfingahópur hjá kvennalandsliðinu fyrir leikmenn sem spila hér á landi. Mörg önnur landslið nýttu þann glugga til að spila vináttulandsleiki en Ísland gerði það ekki.

„Ég verð að viðurkenna að það var svekkjandi," segir Anna Björk um að fá ekki tækifæri til að sýna sig með landsliðinu í þeim glugga en Þorsteinn, þjálfari liðsins, sagði eftir leik gegn Portúgal í október að hann vildi gefa leikmönnum frí í nóvember.

„Mér fannst skrítið að nýta ekki þann glugga betur. Öll lið nýttu þennan glugga til að taka æfingaleiki við góð lið. Leikmenn fengu þá tækifæri til að sýna sig. Ég viðurkenni að mér fannst það svekkjandi að þessi gluggi væri ekki nýttur betur. Það eru margir leikmenn sem spila úti sem höfum verið inn og út úr hóp. Þetta hefði verið fullkominn tími fyrir okkur til að fá smá tækifæri. Þetta hefði líka verið gott tækifæri fyrir þjálfarana að sjá okkur betur."

„Þetta var hins vegar gott fyrir leikmenn á Íslandi. Vonandi nýttust þessar æfingar vel og að Steini hafi fengið einhver svör," sagði Anna Björk en Diljá Ýr Zomers, leikmaður Häcken í Svíþjóð, gagnrýndi það einnig hvernig glugginn var nýttur í viðtali í síðasta mánuði.

Sjá einnig:
Í stóru félagi á mikilli uppleið - Gömul tenging frá Íslandi sem borgaði sig
Athugasemdir
banner
banner