Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   mán 16. janúar 2023 09:45
Elvar Geir Magnússon
Arsenal virðist hafa „stálið“ sem þarf til að vinna titilinn
Arsenal er klárlega sigurstranglegast í baráttunni um enska meistaratitilinn. Þetta segir Alan Shearer í pistli sínum á vefsíðu BBC.

„Það eina sem maður veit ekki varðandi lið Mikel Arteta er hvernig þeir höndla það að leiða deildina seinni hluta tímabilsins. En það virðist alls ekki vera sem reynsluleysi þeirra í titilbaráttu sé að hafa einhver áhrif á þá. Þessi sigur gegn Tottenham í gær var sönnun þess," segir Shearer.

„Í fyrri hálfleik sáum við bit þeirra sóknarlega og sköpunarmátt, þeir þrýstu á Tottenham og nýttu sér svo mistök þeirra. Arsenal varðist meira í seinni hálfleik en liðið var líka gott án boltans. Þegar Tottenham skapaði sér færi þá sá Aaron Ramsdale við þeim með frábærum markvörslum."

„Ég var virkilega hrifinn af liðsframmistöðu Arsenal, frá öftustu línu til fremsta manns. Það virðist sem liðið sé með það „stál“ sem þarf til að að vinna titilinn. Liðið er með bitið og hungrið sem það þarf að viðhalda næstu mánuði."

„Að vera með átta stiga forystu eftir átján leiki er magnað afrek hjá Arsenal, og fyllilega verðskuldað. Nú þurfa þeir að halda forystunni. Liðið gaf eftir á lokakafla síðasta tímabils og missti af sæti í Meistaradeildinni. En varðandi hugarfar þá virðist liðið mun sterkara núna, þá er komið aukaár í reynslubankann hjá Arteta og hans teymi."

„Arsenal er öflugt í öllum stöðum og hefur höndlað öll meiðsli sem liðið hefur lent í. Þar á meðal meiðsli Gabriel Jesus sem var svo mikilvægur fyrir liðið í byrjun tímabils en hefur ekki spilað síðan á HM. Eddie Nketiah hefur leitt lína svo vel að Jesus hefur ekki verið saknað," segir Shearer.

„Leikfræðilega virðist Arteta líka viðbúinn öllu. Hann úthugsaði greinilega Antonio Conte, stjóra Tottenham, með leikplani sínu í gær. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem var eins og Arsenal væri með fleiri menn á vellinum. Liðið er með mikið sjálfstraust og það verður erfitt að stöðva það."



Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner