Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. janúar 2023 13:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Kemur smá á óvart að hann sé ekki að fá stærra move"
,,Ógeðslega flott kaup hjá HK''
Marciano Aziz samdi við HK á fimmtudag.
Marciano Aziz samdi við HK á fimmtudag.
Mynd: HK
Á fimmtudagskvöld tilkynnti HK um komu Belgans Marciano Aziz til félagsins. Aziz kom eins og stormsveipur inn í Lengjudeildina um mitt síðasta sumar, skoraði tíu mörk í tíu leikjum með Aftureldingu seinni hluta tímabilsins.

Aziz kom á láni frá Eupen í Belgíu og fær HK hann þaðan. Hann er 21 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem vildi máta sig í efstu deild. Rætt var um hann í Útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

„Maður vildi sjá þennan leikmann í efstu deild og hann er mættur. Frábært fyrir HK-inga sem við vorum með í fallsæti í ótímabæru spánni hjá okkur. Þeir þurftu á liðsstyrk að halda. Ef Aziz nær að byggja ofan á það sem hann sýndi með Aftureldingu þá er þetta mikill liðsstyrkur fyrir HK," sagði Elvar Geir.

„Þetta er ein magnaðasta frammistaða sem maður hefur séð í Lengjudeild. Þetta var Hilmar Árni - Aron Elís dæmi, hann tók bara yfir þessa deild. Hann var bara að leika sér og það kemur smá á óvart að hann sé ekki að fá stærra 'move' heldur en neðri hlutinn í Bestu deildinni. Hann er 21 árs, ef þetta væri 28 ára Belgi þá myndi ég skilja þetta 100%. Þetta er ógeðslega flott kaup hjá HK," sagði Tómas Þór.

„Miðað við hvað hann var að gera og hvað hann er góður í fótbolta þá er þetta maður sem gæti unnið leiki með töfrabrögðum sínum," bætti Tómas við.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða á öllum hlaðvarpsveitum.
Útvarpsþátturinn - Janúarverkefni Íslands og viðburðarík fréttavika í Bestu
Athugasemdir
banner