Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 22:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alexandra kom við sögu í jafntefli - Cecilía hvíld í bikarnum
Mynd: Getty Images

Alexandra Jóhannsdóttir byrjaði á bekknum þegar Fiorentina gerði 1-1 jafntefli gegn AC Milan í átta liða úrslitum ítalska bikarsins í kvöld.


Fiorentina komst yfir í fyrri hálfleik en Milan jafnaði metin strax í upphafi seinni hálfleiks. Alexandra kom inn á þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma og tókst ekki að setja mark sitt á leikinn.

Um er að ræða tveggja leikja einvígi en liðin mætast aftur á heimavelli Fiorentina þann 28. janúar.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir var hvíld þegar Inter gerði 1-1 jafntefli gegn Sassuolo á heimavelli. Seinni leikur liðanna er einnig 28. janúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner