Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 16:10
Elvar Geir Magnússon
Arnar stefnir á HM og heldur í Ölvershefðina
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson á Laugardalsvelli í dag.
Arnar Gunnlaugsson á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Gunnlaugsson vonast til að verða lengi í starfi landsliðsþjálfara Íslands og segir mikilvægt að setja markið hátt. Hann var á fréttamannafundi í dag spurður út í breytinguna að fara úr félagsliðafótboltanum yfir í landsliðsumhverfið.

„Ég er virkilega spenntur að takast á við það verkefni. Þú hefur mikinn tíma til að undirbúa alla þætti leiksins og gera mörg plön, fylgjast með leikmönnum, veita þeim aðhald, tala við þjálfara viðkomandi kliða. Allt öðruvísi hluti en ég er vanur en ég er spenntur fyrir. Ég held að það henti mér mjög vel. Ég þarf að læra inn á þetta og passa að gleypa ekki heiminn í einum bita," segir Arnar en hans fyrsta verkefni eru leikir í mars gegn Kosóvó um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.

„Það verða engar afsakanir hjá mér. Ég er ekki að fara að kaupa mér tíma þó það séu fáar æfingar og fáir leikir þar til alvaran byrjar. Við ætlum okkur að vinna Kosóvó og mæta sterkir til leiks í undankeppni HM þegar alvaran byrjar í september."

Viljum vera með
Ísland er í fjögurra liða riðli í undankeppni HM, sem hefst í haust, með sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni, Úkraínu og Aserbaídsjan. Það er ljóst að það verður mjög erfitt fyrir Ísland að komast á HM, en það er allt hægt í þessu.

„Við eigum möguleika á að komast þangað. Margir eru frekar kannski að horfa til EM 2028 en við eigum að setja okkur háleit markmið og stefna á HM í Bandaríkjunum 2026. Ef ég þekki Kanann rétt verður það stærsta íþróttahátíð sögunnar. Við viljum vera með en allt þarf að ganga upp. Ég sé klárlega möguleika á að ná því markmiði," segir Arnar Gunnlaugsson.

Ætlar að mæta á Ölver
Arnar ætlar að mæta á sportbarinn Ölver sem landsliðsþjálfari Íslands á leikdögum hér heima og ræða við stuðningsmenn. Forverar hans hafa gert þetta við góðar undirtektir.

„Klárlega ætla ég að gera það, mér finnst það frábær hefð. Ef nærveru minnar er óskað þá er það hið besta mál. Þetta er frábær tenging við stuðningsmenn," segir Arnar.
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Athugasemdir
banner
banner
banner