Rashford langar til Barcelona - City búið að finna Belga fyrir De Bruyne - Kounde til Chelsea - Diaz til Sádí Arabíu eða Barcelona
   fim 16. janúar 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wissa eftirsóttur af toppbaráttuliðum
Nottingham Forest mun reyna að fá Yoane Wissa frá Brentford ef Taiwo Awoniyi fer frá félaginu í þessum mánuði. Þetta herma heimildir Telegraph.

Wissa er 28 ára gamall og hefur skorað tólf mörk í öllum keppnum á tímabilinu.

Wissa er ofarlega á óskalista Forest en Arsenal hefur einnig sett hann á óskalista sinn. Fjölhæfni hans framarlega á vellinum er að heilla félögin.

Wissa gekk í raðir Brentford frá Lorient í Frakklandi fyrir 8,5 milljónir punda sumarið 2021.

Awoniyi er sterklega orðaður við West Ham en ef hann fer, þá mun Forest líklega reyna við Wissa.

Forest er sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og Arsenal er í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner