Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 16. febrúar 2020 20:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta rætt við Guardiola - „Vil bara það besta fyrir City"
Arteta og Guardiola unnu saman hjá Man City.
Arteta og Guardiola unnu saman hjá Man City.
Mynd: Getty Images
Síðasta föstudag var sagt frá því að ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City hefðu verið dæmdir í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum út af brotum á fjármálareglum.

City ætlar sér að áfrýja banninu, en eins og staðan er núna þá mun liðið í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar komast í Meistaradeildina þar sem Manchester City mun að öllum líkindum enda í einu af efstu fjórum sætunum.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var spurður út í þessar fréttir eftir sigur á Newcastle núna áðan. Arteta er fyrrum aðstoðarstjóri Man City.

„Ég hef átt í samskiptum við hann (Guardiola). Ég vil bara það besta fyrir City," sagði Arteta.

„Ég ber mikla aðdáun og ást til Pep og allra starfsmanna og leikmanna félagsins. Ég vil bara það besta fyrir þá."

Arteta var þá spurður hvort það væri skrýtið að Arsenal, núverandi félag hans, gæti hagnast á þessum tíðindum. Arsenal er sem stendur í tíunda sæti en bann Man City gerir það að verkum að það er líklegra að Arsenal komist í Evrópukeppni á næsta tímabili.

„Ég hugsa ekki um það, ég vil bara það besta fyrir Manchester City. Ég vil það algjörlega, þannig líður mér. Núna verð ég ég að gera ekki það besta, heldur langbesta fyrir Arsenal. Ég ætla að reyna að koma þessu félagi eins langt og mögulegt er," sagði Arteta.

Arteta segist hafa verið mjög hissa þegar hann heyrði af banni City. „Ég finn til með fólkinu hjá félaginu vegna þess að ég veit að þetta er mjög sárt."
Athugasemdir
banner
banner
banner