Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. febrúar 2020 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Aston Villa átti ekki skilð að tapa
Mourinho mætti til leiks með nýja hárgreiðslu.
Mourinho mætti til leiks með nýja hárgreiðslu.
Mynd: Getty Images
„Mér fannst við eiga sigurinn skilið, en mér fannst þeir ekki eiga skilið að tapa. Þeir spiluðu til að vinna," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, eftir dramatískan sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham vann 3-2, en Son Heung-min skoraði sigurmarkið seint í uppbótartímanum eftir slæm mistök Björn Engels.

Toby Alderweireld, varnarmaður Tottenham, skoraði í rétt mark og vitlaust mark í leiknum. Mourinho segir hann hafa skorað þrjú mörk.

„Á fyndinn hátt þá myndi ég segja að hann haf skorað þrjú mörk: sjálfsmarkið, þegar hann skoraði í rétt mark og þegar hann tapaði einvíginu gegn Engels," sagði Mourinho en Alderweireld eignaðist barn í síðustu viku.

Fimmta sætið í deildinni gefur nú sæti í Meistaradeildinni þar sem Manchester City var í síðustu viku dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum.

„Það opnast gluggi fyrir mörg lið, ekki bara okkur. Arsenal, Everton, Sheffield United, Wolves... allir telja sig eiga möguleika," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner