Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 16. mars 2023 00:43
Brynjar Ingi Erluson
Fljótasta þrenna í sögu Evrópukeppna
Mynd: Getty Images
Gift Orban, framherji Gent, skráði sig í sögubækurnar með þrennu sinni í 4-1 sigrinum á Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í kvöld en þetta er fljótasta þrenna sem hefur verið skoruð í Evrópukeppnum á vegum UEFA.

Gent tapaði fyrri leiknum 2-1 og þurfti því neista til þess að eiga möguleika í Tyrklandi.

Orban kom með þann neista og gott betur en það en hann skoraði þrennu á 3 mínútum og 25 sekúndum.

Þetta er því fljótasta þrenna í sögu Evrópukeppna UEFA. Ekki nóg með það en þá hjálpaði hann Gent að komast í 8-liða úrslitin.

Mohamed Salah skoraði þrennu á tæpum sjö mínútum í 7-1 sigri Liverpool á Rangers á síðasta ári og þá gerði Patson Daka þrennu á 10 mínútum í 4-3 sigri á Spartak Moskvu fyrir tveimur árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner