Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   sun 16. mars 2025 20:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Kærkomið mark hjá Höjlund í sigri gegn Leicester
Mynd: EPA
Leicester City 0 - 3 Manchester Utd
0-1 Rasmus Hojlund ('28 )
0-2 Alejandro Garnacho ('67 )
0-3 Bruno Fernandes ('90 )

Rasmus Höjlund skoraði kærkomið mark í sigri Man Utd gegn Leicester á King Power vellinum í úrvalsdeildinni í kvöld.

Leicester byrjaði leikinn betur en Bruno Fernandes var nálægt því að skora eftir rúmlega tuttugu mínútna leik þegar skot hans fór í stöngina.

Höjlund kom United yfir stuttu síðar eftir undirbúning Fernandes en þetta var fyrsta mark Höjlund á árinu.

Alejandro Garnacho kom boltanum í netið eftir tæplega klukkutíma leik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Tíu mínútum síðar bætti hann upp fyrir það og kom Man Utd í 2-0.

Bruno Fernandes innsiglaði sigurinn undir lokin með laglegu skoti inn í D-boganum.

Jamie Vardy fékk gullið tækifæri til að klóra í bakkann seint í uppbótatímanum en Andre Onana varði vel frá honum.

Man Utd er í 13. sæti með 37 stig, liðið fór upp fyrir Everton og Tottenham með þessum sigri. Leicester er í 19. sæti með 17 stig en liðið hefur tapað sjö heimaleikjum í röð án þess að skora.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 28 15 10 3 52 24 +28 55
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 28 14 7 7 53 36 +17 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
9 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Tottenham 28 10 4 14 55 41 +14 34
14 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
15 Man Utd 28 9 7 12 34 40 -6 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 28 4 5 19 25 62 -37 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner