Fylkir leikur til úrslita í A-deild Lengjubikars karla eftir að hafa unnið dramatískan 2-1 sigur á KR í undanúrslitum á föstudag.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 1 KR
Ragnar Bragi Sveinsson skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu snemma leiks en KR-ingar jöfnuðu eftir skyndisókn er Stefán Árni Geirsson laumaði boltanum inn á Eið Gauta Sæbjörnsson skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.
Þegar tæp mínúta var eftir af uppbótartíma síðari hálfleiks skoraði Eyþór Aron Wöhler sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum er hann fékk sendingu inn fyrir og potaði boltanum framhjá Halldóri Snæ Georgssyni og í netið.
Það verður því Fylkir sem spilar til úrslita í ár en andstæðingur liðsins verður annað hvort ÍR eða Valur.
Hægt er að sjá öll mörkin úr leiknum hér fyrir neðan.
Athugasemdir