Eyþór Aron Wöhler leikmaður Fylkis skoraði sigurmarkið í kvöld þegar Fylkir vann KR 2-1 í undanúrslitum Lengjubikarsins í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 1 KR
„Það er alltaf gaman að skora, sérstaklega svona á seinustu mómentum leiksins. Hvað þá gegn gömlu félögunum. Þetta er bara það sem ég á að vera gera, skora mörk, og gaman að skora svona alvöru senter mark þarna í endann."
Eyþór hefur verið heitur fyrir framan markið á undirbúningstímabilinu og segist ánægður í nýju liði.
„Þetta er bara flottur klúbbur og strákar sem maður þekkir úr Bestu deildinni sem maður hefur spilað á móti. Skemmtilegir strákar og góðir þjálfarar. Maður er farinn að skipta svo oft, þannig maður er orðinn helvíti sjóaður í að skipta. Þannig þetta er ekkert mál. Allt í kringum þetta bara mjög fagmannlegt og búið að vera bar mjög mjúk skipti."
Fylkismenn eru þá komnir í úrslit Lengjubikarsins og það hlýtur að vera spennandi að eiga möguleika á titli.
„Já Lengjubikarinn, ég á hann eftir í galleríið. Þannig það er bara fullur fókus í að klára úrslitaleikinn. Það er alltaf gaman að fara í úrslitaleiki, maður er í þessu fyrir það. Það er bara mjög spennandi."
Eyþór hefur áður haft gaman af því að koma með stórar yfirlýsingar en hann segist ætla að sleppa því núna.
„Sú yfirlýsing virkaði ekki og ég ætla ekki að vera með yfirlýsingu núna. Ég ætla bara að þegja."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.