Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fös 14. mars 2025 22:14
Haraldur Örn Haraldsson
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Mynd: Fylkir

Eyþór Aron Wöhler leikmaður Fylkis skoraði sigurmarkið í kvöld þegar Fylkir vann KR 2-1 í undanúrslitum Lengjubikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 KR

„Það er alltaf gaman að skora, sérstaklega svona á seinustu mómentum leiksins. Hvað þá gegn gömlu félögunum. Þetta er bara það sem ég á að vera gera, skora mörk, og gaman að skora svona alvöru senter mark þarna í endann."

Eyþór hefur verið heitur fyrir framan markið á undirbúningstímabilinu og segist ánægður í nýju liði.

„Þetta er bara flottur klúbbur og strákar sem maður þekkir úr Bestu deildinni sem maður hefur spilað á móti. Skemmtilegir strákar og góðir þjálfarar. Maður er farinn að skipta svo oft, þannig maður er orðinn helvíti sjóaður í að skipta. Þannig þetta er ekkert mál. Allt í kringum þetta bara mjög fagmannlegt og búið að vera bar mjög mjúk skipti."

Fylkismenn eru þá komnir í úrslit Lengjubikarsins og það hlýtur að vera spennandi að eiga möguleika á titli.

„Já Lengjubikarinn, ég á hann eftir í galleríið. Þannig það er bara fullur fókus í að klára úrslitaleikinn. Það er alltaf gaman að fara í úrslitaleiki, maður er í þessu fyrir það. Það er bara mjög spennandi."

Eyþór hefur áður haft gaman af því að koma með stórar yfirlýsingar en hann segist ætla að sleppa því núna.

„Sú yfirlýsing virkaði ekki og ég ætla ekki að vera með yfirlýsingu núna. Ég ætla bara að þegja."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner