Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 14. mars 2025 22:14
Haraldur Örn Haraldsson
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Mynd: Fylkir

Eyþór Aron Wöhler leikmaður Fylkis skoraði sigurmarkið í kvöld þegar Fylkir vann KR 2-1 í undanúrslitum Lengjubikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 KR

„Það er alltaf gaman að skora, sérstaklega svona á seinustu mómentum leiksins. Hvað þá gegn gömlu félögunum. Þetta er bara það sem ég á að vera gera, skora mörk, og gaman að skora svona alvöru senter mark þarna í endann."

Eyþór hefur verið heitur fyrir framan markið á undirbúningstímabilinu og segist ánægður í nýju liði.

„Þetta er bara flottur klúbbur og strákar sem maður þekkir úr Bestu deildinni sem maður hefur spilað á móti. Skemmtilegir strákar og góðir þjálfarar. Maður er farinn að skipta svo oft, þannig maður er orðinn helvíti sjóaður í að skipta. Þannig þetta er ekkert mál. Allt í kringum þetta bara mjög fagmannlegt og búið að vera bar mjög mjúk skipti."

Fylkismenn eru þá komnir í úrslit Lengjubikarsins og það hlýtur að vera spennandi að eiga möguleika á titli.

„Já Lengjubikarinn, ég á hann eftir í galleríið. Þannig það er bara fullur fókus í að klára úrslitaleikinn. Það er alltaf gaman að fara í úrslitaleiki, maður er í þessu fyrir það. Það er bara mjög spennandi."

Eyþór hefur áður haft gaman af því að koma með stórar yfirlýsingar en hann segist ætla að sleppa því núna.

„Sú yfirlýsing virkaði ekki og ég ætla ekki að vera með yfirlýsingu núna. Ég ætla bara að þegja."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner