ÍA er spáð sjötta sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina.
Hjá ÍA er það Albert Hafsteinsson sem sýnir á sér hina hliðina.
Þú getur keypt Albert Hafsteinsson í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!
Hjá ÍA er það Albert Hafsteinsson sem sýnir á sér hina hliðina.
Þú getur keypt Albert Hafsteinsson í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!
Fullt nafn: Albert Hafsteinsson.
Gælunafn: Spænski.
Aldur: 22.
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég var 16 þegar ég spilaði fyrsta æfingaleikinn en 18 þegar ég spilaði fyrsta deildarleikinn á móti Stjörnunni.
Uppáhalds drykkur: Maður er mest í vatninu en ef ég geri vel við mig þá fer ég í 7up eða jafnvel mountain dew.
Uppáhalds matsölustaður: Galito.
Hvernig bíl áttu: Á því miður engan bíl en fæ stundum að stelast í gamlan Peugeot 206 sem mamma á. Þyrfti að fara fjárfesta.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Hef líklega horft oftast á Friends í gegnum tíðina en í dag er það Game of thrones.
Uppáhalds tónlistarmaður: Pitbull var í miklu uppáhaldi fyrir nokkrum árum en ég verð að segja Sia.
Uppáhalds samskiptamiðill: Twitter.
Fyndnasti Íslendingurinn: Egill Einarsson.
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Daim, þrist og lakkrískurl.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Farðu samt í röðina.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þór kemur fyrst upp í hugann.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: James Ward-Prowse.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Verð að nefna tvo, Jóa Kalla og Lúðvík Gunnars.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Guðmundur Júlíusson í HK er eðaldrengur en hann er gjörsamlega óþolandi þegar hann stígur yfir hvítu línuna.
Sætasti sigurinn: Ég held að það sé KR leikurinn 2016 þegar við unnum 1-2 og fórum svo á svakalegt run.
Mestu vonbrigðin: Klárlega að falla úr efstu deild 2017.
Uppáhalds lið í enska: Arsenal.
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Steven Lennon.
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Breyta uppsetningunni á leiktímum í efstu deild.
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Arnór Sigurðsson er líklega hættur að vera efnilegur þannig ég segi Ísak Bergmann Jóhannesson
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Erfið spurning. Ragnar Már Lárusson kantmaður Aftureldingar er líklega ljótastur. Hallgrímur Mar í KA er sexy, gefum honum þetta.
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta.
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Nýju leikmennirnir Viktor og Gonzalo eru duglegir. Gonzalo þarf að hafa mikið fyrir hlutunum því hann er svo lágvaxinn greyið þannig að hann hefur vinninginn.
Uppáhalds staður á Íslandi: Jaðarsbakkar.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég var í 3. flokk komumst við í úrslitaleik á Vildbjerg Cup í Danmörku og leikurinn endaði 0-0. Við þurftum hins vegar að sætta okkur við silfur því að hitt liðið fékk fleiri hornspyrnur en við í leiknum. Glórulaus regla sem Danirnir bjuggu til þarna.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tek niður einn góðan þátt.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei rosalega lítið.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Magista.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég nennti ekki að læra dönsku.
Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Tornero er rosalegt lag.
Vandræðalegasta augnablik: Dettur ekkert í hug sem ég mætti skrifa hérna.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tryggva Hrafn, Árna Snæ og ÞÞÞ.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Bjó í Ástralíu í þrjú ár. Er ekki með neitt meira sturlað en það.
Athugasemdir