Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   þri 16. apríl 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Spænsku stórveldin byrja með nauma forystu
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Fyrstu liðin til að tryggja sig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í ár verða ákveðin í kvöld þegar Barcelona tekur á móti PSG og Borussia Dortmund fær Atlético Madrid í heimsókn í spennandi stórleikjum.

Barcelona er með 3-2 forystu fyrir risaslaginn gegn PSG, þar sem ríkjandi Spánarmeistarar mæta ríkjandi Frakklandsmeisturum en það ríkir mikil andúð á milli þessara félaga eftir langa átakasögu jafnt innan sem utan vallar.

Hægt er að búast við gífurlega spennandi slag í Barcelona þar sem tvö af bestu liðum Evrópu eigast við í hörkuslag.

Staðan er önnur í Dortmund, þar sem heimamenn byrja marki undir eftir 2-1 tap í fyrri leiknum í Madríd. Julian Brandt komst grátlega nálægt því að jafna fyrir Dortmund með skalla undir lok uppbótartímans en boltinn endaði í slánni.

Það er því allt enn galopið í leikjum kvöldsins þar sem ekkert lið leiðir með meira en einu marki.

Leikir kvöldsins:
19:00 Dortmund - Atletico Madrid
19:00 Barcelona - PSG
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner