Agla María Albertsdóttir er nýr fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks. Tekur hún við bandinu af Ástu Eir Árnadóttur sem lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.
Agla María er algjör lykilmaður í Blikaliðinu og hefur lengi verið partur af þessu sterka liði. Hvernig líður henni með nýtt hlutverk?
Agla María er algjör lykilmaður í Blikaliðinu og hefur lengi verið partur af þessu sterka liði. Hvernig líður henni með nýtt hlutverk?
„Bara frábært. Það er mikill heiður og gaman að vera fyrirliði uppeldisfélagsins," sagði Agla María í Niðurtalningunni á Fótbolta.net.
„Ég er búin að vera í ábyrgðarhlutverki í Breiðabliki í mörg ár. Þetta er keimlíkt."
Kristín Dís, systir Ástu, var líka í þættinum. Hún var spurð út í það hvernig það væri að vera í liðinu núna án systur sinnar.
„Það er mjög skrítið að mæta og hún er ekki. Ég hef aldrei verið í meistaraflokki Breiðabliks og Ásta ekki þarna. Ég veit að henni líður vel en vissulega er þetta mjög skrítið," sagði Kristín Dís.
„Mér finnst hún gera þetta svo ótrúlega vel. Hún átti frábært tímabil og endar sem Íslandsmeistari. Ef maður hugsar út frá sjálfum sér er svo geggjað að fara út á toppnum. Mér finnst ekki allir gera það," sagði Agla María.
Ásta Eir kemur inn í nýtt hlutverk í sumar þar sem hún verður sérfræðingur í Bestu mörkunum.
„Það er eins gott að standa sig svo maður fái ekki hraunið í beinni," sagði Kristín Dís og hló. „Vonandi verður hún góð við okkur," sagði Agla María létt.
Athugasemdir