Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FHL fékk nýjan leikmann rétt fyrir stóra daginn (Staðfest)
Alexia Czerwien.
Alexia Czerwien.
Mynd: BGSU Athletics
FHL hefur styrkt lið sitt rétt fyrir fyrsta leik í Bestu deildinni. Alexia Czerwien hefur gengið til liðs við félagið.

Lexi, eins og hún er kölluð, kemur frá Bandaríkjunum og byrjaði ung að æfa fótbolta. Hún er fjölhæfur miðjumaður sem er sterk bæði í sókn og vörn.

Lexi hefur gott auga fyrir varnarhlutverkinu en skapar líka sóknarfæri og skorar mörk. Lexi spilaði lengi fótbolta með mjög farsælu liði en síðustu þrjú ár hefur hún verið í háskólaboltanum," segir í tilkynningu FHL.

„Lexi er boðin velkomin í FHL. Það verður gaman að sjá Lexi í Bestu deildinni í sumar."

FHL spilar í kvöld sinn fyrsta leik í Bestu deildinni er þær heimsækja Tindastól. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1994 þar sem Austurland á fulltrúa í efstu deild í fótbolta.
Athugasemdir