Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. maí 2023 11:33
Elvar Geir Magnússon
Tuchel sagður vilja losna við Mane og Cancelo
Sadio Mane.
Sadio Mane.
Mynd: EPA
Sadio Mane og Joao Cancelo eiga ekki framtíð hjá Bayern München og búist er við því að þeir yfirgefi þýska félagið í sumar. Sky Sport í Þýskalandi segir þá ekki í myndinni hjá Thomas Tuchel, stjóra liðsins.

Senegalski framherjinn Mane er 31 árs en hann gekk í raðir Bayern fyrir ári síðan. Hann hefur skorað 12 mörk á tímabilinu, verið talsvert meiddur en lenti upp á kant við Leroy Sane eftir 3-0 tap gegn Manchester City í Meistaradeildinni.

Mane hefur verið mikið í hlutverki varamanns.

Portúgalski hægri bakvörðurinn Cancelo hefur verið seinni hluta tímabilsins á láni hjá Bayern frá Manchester City. Hann hefur spilað í 19 leikjum, skorað eitt mark og lagt upp sex.

Sagt er að Bayern sé ekki líklegt til að reyna að kaupa hann frá City. Samband Cancelo og Pep Guardiola versnaði og er talið ólíklegt að leikmaðurinn spili fyrir þá ljósbláu. Barcelona er sagt áhugasamt um að fá hann lánaðan næsta tímabil.

Bayern er á toppi þýsku Bundesligunnar með aðeins einu stigi meira en Borussia Dortmund þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner