Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
„Djuric is back"
Rúnar Kristins: Lífsnauðsynlegur sigur
Arnar Gunnlaugs eftir stórsigur: Finnst eins og sumarið sé að byrja
Davíð Smári: Alveg sorglega léleg blaðamennska
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
   fim 16. maí 2024 21:20
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er bara frábær eins og reyndar alltaf eftir sigurleiki.“
Voru fyrstu orð Haraldar Freys Guðmundssonar þjálfara Keflavíkur eftir 3-1 sigur hans manna á ÍA Í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Haraldur fór svo yfir sitt mat á leiknum og ástæður þess að Keflavík er komið áfram í 8 liða úrslit.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍA

„Við byrjum þennan leik ágætlega, fáum síðan gerum við mistök og fáum á okkur mark og þurfum því að sækja svolítið leikinn. Mér fannst við gera það vel og verðskulda þá stöðu að vera 2-1 yfir í hálfleik. Það var svo sætt að sjá hann setja hann í 3-1 og loka leiknum en ég var samt aldrei rólegur.“

Skagamenn misstu mann af velli á 36.mínútu leiksins í stöðunni 0-1 þegar Erik Tobias Sandberg braut á Sami Kamel innan teigs. Vítaspyrna og rautt spjald niðurstaða Péturs Guðmundssonar dómara leikisns. Atvik sem skiljanlega breytti leiknum.

„Það er oft ekkert auðvelt að vera einum fleiri. Liðið sem er færra í eflist og hleypur meira. Það var því okkar að predika í hálfleik að við þyrftum að við þyrftum að halda áfram og sækja leikinn, hlaupa ennþá meira og vera tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan. “

Erik Tobias var ekki sá eini sem fékk að líta rauða spjaldið í leiknum en Frans Elvarson fékk jafnframt að líta beint rautt spjald á 86. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður um tíu mínútum fyrr. Um það sagði Haraldur.

„Ég sá það ekki sjálfur en Pétur sagði mér að hann hefði slegið hann fjarri boltanum og það er sennilega rétt hjá honum að gefa honum rautt spjald þar. Það skrifast bara á óklókindi hjá Frans.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars munin á frammistöðu Keflavíkur í bikar og deild meðal annars.
Athugasemdir
banner
banner
banner