Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur opinberað landsliðshóp sinn fyrir Evrópumótið í sumar. Mótið fer fram í Þýskalandi og verður pressa á gestgjöfunum að standa sig vel.
Hópurinn hefur hægt og rólega verið tilkynntur á síðustu dögum, en núna er hann klár.
Hópurinn hefur hægt og rólega verið tilkynntur á síðustu dögum, en núna er hann klár.
Nagelsmann tók nokkrar óvæntar ákvarðanir í liðsvalinu. Eins og áður var sagt frá þá fara Leon Goretzka, miðjumaður Bayern München, og Mats Hummels, varnarmaður Borussia Dortmund, ekki á mótið.
Julian Brandt, Karim Adeyemi, Niklas Sule, Timo Werner og Serge Gnabry fara ekki heldur á mótið.
Hér fyrir neðan má sjá hópinn sem Nagelsmann valdi en einn leikmaður í viðbót verður tekinn úr hópnum áður en mótið hefst. Líklegt er að það verði einn af fjórum markvörðum.
???????????? OFFICIAL: Germany preliminary squad for Euro 2024 has been confirmed by Julian Nagelsmann.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 16, 2024
?? Hummels, Goretzka, Brandt, Adeyemi, Süle plus Werner and Gnabry are OUT of the squad.
One more player [or more] will be left out of the squad before the start of the Euros. pic.twitter.com/YiPxEoIfls
Athugasemdir